Fara í efni
Mannlíf

Hefur meira að segja sungið inn á Bítlaplötu

„Á Íslandi eru til fuglar sem syngja fallega. Sérstaklega virðist það eiga við um nokkrar tegundir spörfugla sem helst hafast við í skógum. Auðvitað hefur hver og einn sinn eigin smekk hvað fegurð áhrærir en sennilega er á engan fugl hallað þótt því sé haldið fram að frægustu söngröddina eigi svartþrösturinn.“

Þannig hefst nýjasti pistill Sigurðar Arnarsonar í röðinni Tré vikunnar. Hann skrifar sem sagt ekki um tré að þessu sinni, heldur svartþröst, og heldur áfram; segir um frægustu söngröddina: „Því til sannindamerkis má nefna að hann hefur meira að segja fengið að syngja inn á Bítlaplötu. Svartþrestir eru á Íslandi vegna framtakssemi okkar manna. Við höfum búið honum til ágætis vist sem hann kann að meta. Við höfum plantað trjám og berjarunnum og við fóðrum hann gjarnan á veturna.“

Meira hér: Svartþröstur