Fara í efni
Menning

Hátíðartónleikar í Akureyrarkirkju í kvöld

Hátíðartónleikarnir Á hæstri hátíð fara fram í Akureyrarkirkju í kvöld, miðvikudagskvöld, og hefjast klukkan 20.00. María Sól Ingólfsdóttir sópran, Snæbjörg Gunnarsdóttir sópran og Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari flytja fjölbreytta dagskrá með íslenskum hátíðarlögum, söngleikjaslögurum, einleiksverkum á píanó, óratóríum og óperuaríum.

Miðaverð er 3.500 en aðgangur er ókeypis fyrir 12 ára og yngri. Í tilkynningu er tekið fram að posi verði á staðnum og því hægt að greiða með korti.