Fara í efni
Íþróttir

Harpa bikarmeistari með LK Zug í Sviss

Harpa Rut Jónsdóttir t.v. ásamt samherjum sínum í LK Zug eftir sigurinn í bikarkeppninni í Sviss fyr…
Harpa Rut Jónsdóttir t.v. ásamt samherjum sínum í LK Zug eftir sigurinn í bikarkeppninni í Sviss fyrir rúmri viku. Ljósmynd: Rene Jäger.

„Ég ætlaði alltaf að koma heim eftir nám í Danmörku og leika með KA/Þór en lífið tók aðra stefnu,“ segir Harpa Rut Jónsdóttir, handknattleikskona frá Akureyri í samtali Ívar Benediktsson, ritstjóra handboltavefs Íslands, handbolti.,is, en hún varð á dögunum bikarmeistari með liði LK Zug í Sviss og stefnir nú á meistaratitilinn. Úrslitarimma LK Zug og LC Brühl frá St Gallen hefst í dag, þriðjudag.

Skemmtileg tilviljun

Svo skemmtilega vildi til að sama dag og Harpa Rut varð bikarmeistari með LK Zug var systir hennar Anna Mary Jónsdóttir í liði KA/Þórs sem fagnaði fyrsta deildarmeistaratitli félagsins Olísdeildinni.

„Það var magnað að þetta gerðist sama daginn eða nánast á sömu stundu. Þegar ég heyrði í systur minni eftir sigurinn hjá okkur þá var hún að fagna með sínum samherjum hjá KA/Þór. Þetta var stór og skemmtilegur dagur í fjölskyldunni,“ segir Harpa Rut í samtalinu við Ívar.

Smellið hér til að lesa greina á handbolti.is.