Fara í efni
Íþróttir

Handbolti, blak og fótbolti í boði í kvöld

Handbolti, blak og fótbolti í boði í kvöld

Þrír íþróttaleikir eru á dagskrá á Akureyri í kvöld; einn í handbolta, annar í fótbolta og sá þriðji í blaki.

  • Þór og Haukar mætast í Olísdeild Íslandsmóts karla í handbolta í Íþróttahöllinni klukkan 18.00.

Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 27 stig en Þórsarar í því næst neðsta með átta stig. Leikurinn verður sýndur beint á sjónvarpsrás Þórs - smelltu hér til að horfa. Það kostar 1.000 krónur. 

  • Þór og Magni leika í Mjólkurbikarkeppninni í fótbolta í Boganum klukkan 19.15.

Leikurinn verður líka sýndur beint á sjónvarpsrás Þórs - smelltu hér til að horfa. það kostar 1.000 krónur.

  • KA og Þróttur Reykjavík eigast við í forkeppni úrslitakeppni kvenna í blaki í KA-heimilinu klukkan 19.30.

Leikurinn er sýndur beint á sjónvarpsrás KA - smelltu hér til að horfa.