Fara í efni
Fréttir

Hamarshögg í höfuð og hnífsstunga

Maður var stunginn með hnífi á Akureyri um síðustu helgi og annar sleginn í höfuðið með hamri. Óljóst var um málsatvik í fyrstu, segir á Facebook síðu lögreglunnar í dag, en hinir slösuðu voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.
 
Lögregla fékk tilkynningu um líkamsárás um fimmleytið aðfararnótt laugardagsins og þegar laganna verður mættu á vettvang kom í ljós hvers kyns var.
 
„Áverkarnir reyndust minni háttar og voru aðilarnir útskrifaðir fljótlega. Þrír aðilar komu að málinu og voru þeir allir í annarlegu ástandi. Þeir gistu fangageymslur og var þeim sleppt að loknum skýrslutökum samdægurs.“