Fara í efni
Mannlíf

Halla Björk fangaði augnablikið!

Ljósmynd: Halla Björk Reynisdóttir

Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi, fangaði bráðfyndið augnablik þegar Flóra menningarhús var opnað á Sigurhæðum á dögunum. Ljósmyndarinn Sindri Swan var í þann mund að smella mynd af fimmmenningunum þegar hann bakkaði aðeins of langt og datt aftur fyrir sig inn í runna. Honum varð ekki meint af, svo auðvelt var að gantast með atvikið eftir á.

Á myndinni eru, frá vinstri, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Kristín Þóra Kjartansdóttir, verkefnisstjóri, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Þórarinn Blöndal, sem hannaði sýninguna á Sigurhæðum, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

Hér má líka sjá myndasyrpu frá því menningarhúsið var opnað. Nánar um Flóru menningarhús fljótlega.