Fara í efni
Fréttir

Hafarnarungar í veislu – MYNDBAND

Haförn kemur með bráð til unga í hreiðri. Ljósmynd: Eyþór Ingi Jónsson.
Haförn kemur með bráð til unga í hreiðri. Ljósmynd: Eyþór Ingi Jónsson.

Eyþór Ingi Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju og ljósmyndari, hefur tekið margar stórbrotnar fuglamyndir í gegnum tíðina. Meðfylgjandi myndband, af hafarnarungum að éta rauðmaga, tók hann í sumar með leyfi Umhverfisstofnunar.

„Það var stórkostleg upplifun að liggja í felutjaldi á heiði á vesturhluta landsins í 11 klukkustundir og fylgjast með hafarnarungum og fullorðnu fuglunum,“ segir Eyþór Ingi við Akureyri.net.

„Þeir sváfu mest í hitanum, en rumskuðu öðru hverju og kroppuðu í fæðuleifar. Þegar þeir urðu svangir kölluðu þeir og 10 sekúndum síðar birtist foreldri með kjóaunga og rauðmaga. Rauðmaginn var greinilega betri, því þeir kláruðu hann fyrst og geymdu kjóaungann þar til síðar.“

Smellið hér til að sjá myndband Eyþórs Inga.