Hængsmótið: 170 kepptu í ár – MYNDIR

Lionsklúbburinn Hængur á Akureyri stóð um helgina fyrir opnu íþróttamóti fyrir fatlaða, Hængsmótinu, í 42. skipti. Fjöldi keppenda spreytti sig í boccia og borðtennis, og tveir að auki í lyftingum.
Keppendur voru 170 að þessu sinni en með fararstjórum og aðstoðarmönnum tóku liðlega 230 manns þátt.
Mótinu lauk síðan að vanda með veglegu lokahófi í Íþróttahöllinni á laugardagskvöldið þar sem boðið var upp á góðan mat, margvísleg skemmtiatriði, verðlaun voru afhent, happdrætti var haldið og síðan dansleikur.
„Hængsmótið er stærsta og jafnframt skemmtilegasta verkefni Lionsklúbbsins Hængs,“ segir í tilkynningu frá klúbbnum. „Við tökumst á við þetta stærsta verkefni okkar á hverju ári af mikilli ánægju, því að við vitum að laun okkar fyrir mikinn undirbúning og mikla vinnu eru ríkuleg og ekki í líkingu við nokkuð annað. Geislandi bros og innilegt þakklæti sem kemur beint frá hjartanu eru stórkostleg laun.“
Þorgeir Baldursson kom við á mótinu og tók meðfylgjandi myndir.
Úrslit á Hængsmótinu
Boccia – einstaklingskeppni
Þroskahamlaðir:
1. Vilhjálmur Þór Jónsson, NES
2. Guðmundur Örn Björnsson, Þjótur
3. Jósef W Daníelsson, NES
Hreyfihamlaðir:
1. Hjalti Bergmann Eiðsson, ÍFR
2. Kolbeinn Jóhann Skagfjörð, Akur
3. Sigrún Björk Friðriksdóttir, Akur
Rennuflokkur:
1. Karl Guðmundsson, Eik
2. Kristján Vignir Hjálmarsson, Ösp
BC 1 - 4 – einstaklingskeppni:
1. Ingi Björn Þorsteinsson, ÍFR
2. Hjörleifur Smári Ólafsson, ÍFR
3. Sigurður S. Kristinsson, Þjótur
Boccia – sveitakeppni
Þroskahamlaðir:
1. NES A, Jósef W Daníelsson, Vilhjálmur Þór Jónsson og Ari Ægisson
2. Völsungur A, Vilberg Lindi Sigmundsson, Ásgrímur Sigurðsson og Aron Skarphéðinsson
3. Snerpa A, Sigurjón Sigtryggsson, Hugljúf Sigtryggsdóttir og Heiðrún Jónasdóttir.
Hreyfihamlaðir:
1. Akur A, Kolbeinn Jóhann Skagfjörð, Oddur Andri Hrafnsson og Bjarni Þór Bjarnason
2. Akur B, Sigrún Björk Friðriksdóttir, Védís Elva Þorsteinsdóttir og Rósa Ösp Traustadóttir
3. NES A, Óskar Ívarsson og Sólveig Þóra Jóhannesdóttir
Borðtennis
18 ára og yngri:
1. Luka Delpoux Glevarec, Akur
2. Milan Delpoux Glevarec, Akur
3. Igor Dominik Winowski, Akur
Eldri en 18 ára:
1. Markus Hermann Meckl, Akur
2. Lukasz Styzynski, Akur
3. Viacheslav Cherepynskyi, Akur
Lyftingar
Bóas Hreindal Sigurbjörnsson Ösp lyfti 350 kg í samanlögðu
Katrín Anna Heiðarsdóttir Ösp lyfti 119,5 kg í samanlögðu