Íþróttir
														
Guðmundur Karl og Fanndís knapar ársins
											
									
		27.11.2022 kl. 21:00
		
							
				
			
			
		
											
											Guðmundur Karl Tryggvason og Fanndís Viðarsdóttir - knapar ársins í fullorðinsflokkum hjá Létti. Fanndís situr þarna gæðinginn Lexus Frá Björgum.
									Guðmundur Karl Tryggvason og Fanndís Viðarsdóttir eru knapar ársins í fullorðinsflokkunum hjá hestamannfélaginu Létti. Í ungmennaflokki hlýtur Egill Már Þórsson nafnbótina knapi ársins 2022. Þetta var tilkynnt á uppskeruhátíð félagsins á föstudagskvöldið.

Karlaflokkur Frá vinstri: Hreinn Haukur Pálsson, Baldvin Ari Guðlaugsson og Guðmundur Karl Tryggvason.

Best í kvennaflokki Fanndís Viðarsdóttir, sem átti ekki heimangengt á uppskeruhátíðina, og Lexus frá Björgum.

Kvennaflokkur Frá vinstri: Sylvía Sól Guðmundsdóttir, Viðar Bragason (fyrir Fanndísi Viðarsdóttur) og Atli Sigfússon (fyrir Völu Sigurbergsdóttur).

Ungmennaflokkur Frá vinstri: Ingunn Birna Árnadóttir, Egill Már Þórsson og Sofia Bäck.