Fara í efni
Íþróttir

Guðlaugur verður Jónatan til aðstoðar

Jónatan Magnússon og Guðlaugur Arnarsson. Mynd af vef KA.

Guðlaugur Arnarsson er kominn í þjálfarateymi meistaraflokks karla í handbolta hjá KA og verður Jónatan Magnússyni til aðstoðar. Þetta kemur fram á vef félagsins.

„Ásamt því mun Gulli, eins og hann er alltaf kallaður, sjá um U-lið og 3. fl karla með Sverre Jakobssyni,“ segir á vef KA. „Gulli er vandanum vaxinn í þjálfun og hefur þjálfað bæði hjá Val og Fram. Hann lék mörg ár í efstu deild á Íslandi og erlendis um tíma. Hann þjálfaði síðan Fram í þrjú ár og Val í önnur þrjú og varð liðið Íslands- og bikarmeistari undir stjórn hans og Óskars Bjarna Óskarssonar.“

  • Keppnistímabilið hefst hjá KA á morgun þegar liðið mætir Val í Meistarakeppni HSÍ; þar er keppt um titilinn Meistari meistaranna . Þar sem Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari er KA mótherjinn sem taplið í bikarúrslitaleik. Leikurinn hefst á heimavelli Vals að Hlíðarenda kl. 16:00 á morgun.
  • KA tilkynnti á dögunum að tveir ungir leikmenn, Ísak Óli Eggertsson og Hilmar Bjarki Gíslason, hefðu framlengt samning við handknattleiksdeild KA.