Fara í efni
Fréttir

Grenndarstöð aflögð við Sunnuhlíð

Vegna fyrirhugaðra framkvæmda við nýja heilsugæslustöð við Sunnuhlíð verður grenndarstöðinni þar lokað og hún lögð niður. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Verið er að skoða möguleika á nýrri staðsetningu grenndarstöðvar á þessum slóðum en þar til hún kemst í gagnið er íbúum bent á grenndarstöðina á lóð Krambúðarinnar við Borgarbraut.