Fara í efni
Fréttir

Götum lokað í miðbæ Akureyrar næstu daga

Götum í miðbæ Akureyrar verður lokað tímabundið næstu daga vegna fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu og fjallahlaupsins Súlur Vertical.

„Þess er vænst að fjöldi fólks sæki bæinn heim og af þeim sökum og vegna ýmissa viðburða þarf að loka ákveðnum götum á miðbæjarsvæðinu tímabundið og takmarka umferð ökutækja annars staðar,“ segir á vef Akureyrarbæjar.

Á efri myndinni má sjá helstu lokanir á miðbæjarsvæðinu frá fimmtudegi til sunnudags og á þeirri neðri lokanir og umferðarstýringu á meðan hlaupið fer fram á laugardaginn.

Smellið hér til að sjá enn stærri útgáfu af myndunum.