Fara í efni
Mannlíf

„Götuganga“ 60 ára og eldri – MYNDIR

Ljósmyndir: Þorgeir Baldursson
Fyrsta „Götuganga“ á vegum verkefnisins Virk efri ár, sem ætlað er íbúum Akureyrarbæjar, 60 ára og eldri, var í gær eins og fram kom hér fyrr í dag. 
 
Göngufólkið hittist við Hof, hitaði upp undir stjórn Unnars Vilhálmssonar íþróttakennara, og þaðan var gengið meðfram Drottningarbrautinni; þeir sem fóru 2,5 km snéru við rétt nálægt húsi siglingaklúbbsins Nökkva en þeir sem fóru 5 km snéru ekki við fyrr en í grennd við Mótorhjólasafnið á Krókeyri.