Fara í efni
Fréttir

Góður og fallegur þjóðhátíðardagur

Þjóðlegri verða sjálfurnar varla! Frá samkomu í Lystigarðinum eftir hádegi. Ljósmynd: Skapti Hallgrí…
Þjóðlegri verða sjálfurnar varla! Frá samkomu í Lystigarðinum eftir hádegi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Veðrið hefur leikið við Akureyringa og gesti þeirra í dag – miðað við síðustu daga og það sem reiknað var með, það er að segja – þótt varla sé hægt að tala um fallegt sumarveður. Brautskráning nýstúdenta frá MA var í Íþróttahöllinni að vanda og samkoma eftir það í Lystigarðinum, þar sem flutt voru ávörp og tónlist. Engin dagskrá verður hins vegar á Ráðhústorgi í dag eða kvöld, vegna samkomutakmarkana.

Nýstúdentar MA og kennarar léku við hvern sinn fingur á túninu ofan við Lystigarðinn, sungu þar og dönsuðu eins og hefð hefur verið fyrir að hópurinn geri á Ráðhústorgi um miðnætti en þar sem hvorki verður samkoma þar í kvöld, né Hátíðarveisla nýstúdenta í Íþróttahöllinni, var gripið til þessa ráðs. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.