Fara í efni
Íþróttir

Glæsilegur sigur KA á Íslandsmeisturunum

Glæsilegur sigur KA á Íslandsmeisturunum

Kvennalið KA í blaki vann glæsilegan sigur, 3:0, á Íslandsmeisturum Aftureldingar í Mosfellsbæ í kvöld. Liðin voru efst og jöfn fyrir kvöldið, með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir á Íslandsmótinu.

Aftureldingu var spáð meistaratitli fyrir keppnistímabilð svo við ramman reip var að draga fyrir KA og leikurinn var hnífjafn og æsispennandi, þótt KA hafi unnið allar hrinurnar. Sú fyrsta verður líklega lengi í minnum höfð, en KA vann hana 31:29! Hinar fóru 25:21 og 27:25.