Fara í efni
Mannlíf

Gildagur verður í Listagilinu á morgun

Í tilefni Listasumars hefur Listasafnið á Akureyri sett upp útilistaverkið „2010 Þjóðfundarmiði – Ek…
Í tilefni Listasumars hefur Listasafnið á Akureyri sett upp útilistaverkið „2010 Þjóðfundarmiði – Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaþings“ eftir Libiu Castro, Ólaf Ólafsson og Töfrateymið. Verkið, sem nú má sjá á framhlið Listasafnsins, stendur út Listasumar eða til 30. júlí næstkomandi.

Gildagur verður í Listagilinu og í tengslum við það á morgun, laugardagi, á milli klukkan 12.00 og 17.00. Mjög fjölbreytt dagskrá verður í Gilinu og því verður lokað fyrir bílaumferð á meðan dagskráin stendur yfir.

Að þessu sinni eru helstu viðburðir þessir, samkvæmt tilkynningu:

 • Listasafnið býður í heimsókn og þar standa nú margar, mismunandi og spennandi sýningar.
 • Kaffihúsið Ketilkaffi í Listasafninu hefur á boðstólum BBQ veislu.
 • Í Deiglunni er sýning Aðalheiðar Sigursveinsdóttur, Samtal.
 • Fornbókabúðin Fróði býður upp á póstkort og listaverk og þar verður líka sérstakt sumartilboð á völdum bókum.
 • Ótrúlegt úrval af hönnunarvörum verður í Sjoppunni, minnstu forstofuverslun landsins.
 • Grímugerð er í boði í Rösk í Listasafnshúsinu.
 • Á Grillstofunni verður hægt að spreyta sig í pool, pílu eða karaoke.
 • Í Garni í gangi verður sýning á prjónahönnun Guðlaugar Svölu Kristjánsdóttur.
 • Í Mjólkurbúðinni verður sýning Sunnu Sigfríðardóttir, Allar hugmyndir.
 • Flóamarkaður verður í miðju Gilinu.
 • Sara Björg Bjarnadóttir opnar sýninguna Dæmi um titil: Sneiðar í Kaktusi.

Í tengslum við Gildaginn verður líka kynning á Pastel-ritröðinni í Flóru, Hannyrðapönk í almenningsrými í Hofi og einnig tónleikar Ingibjargar Turchi og hljómsveitar hennar, einnig í Hofi.

Nánari upplýsingar á vefsíðu Gildagsins - smellið hér til að fara þangað.