Mannlíf
Gefðu þeim skrítna og þeirri undarlegu séns
10.08.2025 kl. 19:30

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir fjallar í nýjum pistli um þá sem skera sig úr fjöldanum. Hann segir það sem er framandi eða öðruvísi vekja óöryggi hjá fólki og viðbrögð séu oft neikvæð. Ólafur bendir einnig á að sá sem sker sig úr upplifi óöryggi og geti fundið fyrir vanlíðan.
Í ljósi þessa er hann með mikilvæga ráðleggingu: „Við upphaf skólaársins, í nýja starfinu, við fyrstu kynni af innflytjandanum, já í fyrstu heimsókn kærasta dótturinnar, sýndu víðsýni og mildi og gefðu þeim skrítna og þeirri undarlegu séns.“
Pistill Ólafs Þórs: Að vera öðruvísi