Fara í efni
Mannlíf

Gamla myndin: veistu hvar þetta er?

Vikulega birtist gömul ljósmynd á akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Þetta er 271. gamla myndin frá safninu sem birtist hér, þær vekja jafnan mikil viðbrögð og upplýsingar hafa borist um langflestar.

Hefur þú, lesandi góður, hugmynd um hvar húsið á þessari mynd dagsins stendur ellegar stóð? Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um myndina eru hvattir til að senda þær til Minjasafnsins á Akureyri og ritstjórnar akureyri.net, á netföngin hg@minjasafnid.is og skapti@akureyri.net

  • Myndin hér að neðan birtist fyrir viku. Nokkrar tilgátur hafa borist, nær allir telja að myndin sé tekin á Akureyri og Lækjargata hefur verið nefnd en einnig hafa verið færð rök fyrir því að myndin sé tekin við Hafnarstræti; að húsið hafi staðið við stræti það sem nú er stundum kallað „göngugatan“ en þar sem lesendur virðast nokkuð langt frá því að vera sammála er best að fullyrða ekkert heldur hvetja fólk til að rýna betur í myndina og koma fram með fleiri tillögur.

  • Allar gömlu myndirnar frá Minjasafninu á Akureyri sem Akureyri.net hefur birt er hægt að skoða HÉR