Fara í efni
Mannlíf

Gamla myndin: veistu hvar þetta er?

Vikulega birtist gömul ljósmynd á Akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Þetta er 269. gamla myndin frá safninu sem birtist hér, þær vekja jafnan mikil viðbrögð og upplýsingar hafa borist um langflestar.

Hefur þú, lesandi góður, hugmynd um hvar þessi stórskemmtilega mynd er tekin og jafnvel nöfn fólksins? Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um myndina eru hvattir til að senda þær til Minjasafnsins á Akureyri og ritstjórnar Akureyri.net, á netföngin hg@minjasafnid.is og skapti@akureyri.net

  • Myndin frábæra hér að neðan birtist fyrir viku. Þetta er á Eskifirði, eins og margir lesendur töldu. Ábending barst um að myndin hefði birst á Facebook síðunni Lemúrinn árið 2016. Á síðu Lemúrsins segir: Eins árs gamall drengur á hnísubaki á Eskifirði 1906. Mynd: Ingimundur Sveinsson. Þar er myndin merkt Þjóðminjasafni Íslands og á hana er stimplað: Ingimundur Sveinsson sönglistarmaður. 
  • Einn lesenda akureyri.net taldi sig eiga að vita nafn barnsins á myndinni en mundi það ekki í svipinn. Spennandi verður að sjá hvort það rifjast upp fyrir honum. 

  • Allar gömlu myndirnar frá Minjasafninu á Akureyri sem Akureyri.net hefur birt er hægt að skoða HÉR