Mannlíf
														
Gamla myndin: veistu hvar þetta er?
											
									
		31.10.2025 kl. 06:00
		
							
				
			
			
		
											 
									Vikulega birtist gömul ljósmynd á Akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Þetta er 260. gamla myndin frá safninu sem birtist hér, þær vekja jafnan mikil viðbrögð og upplýsingar hafa borist um langflestar.
Hefur þú, lesandi góður, hugmynd um hvar þessi mynd er tekin? Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum eru hvattir til að senda þær til Minjasafnsins á Akureyri og ritstjórnar Akureyri.net, á netföngin hg@minjasafnid.is og skapti@akureyri.net
- Myndin glæsilega hér að neðan birtist fyrir viku. Þetta er Bíldudalur. „Þarna sér yfir Haganes til Suðurfjarða og fjærst er Geirþjófsfjörður,“ skrifaði einn lesenda, Gústaf Jónsson, og Kolbeinn Gunnarsson sendi eftirfarandi: „Mynd tekin eftir 1891 því þarna sést Kaldibakki sem var byggður það ár.“
Allar gömlu myndirnar frá Minjasafninu á Akureyri sem Akureyri.net hefur birt er hægt að skoða HÉR
