Fyrsti leikur SA í Continental Cup í dag

SA Víkingar, karlalið Skautafélags Akureyrar í íshokkí, leikur sinn fyrsta leik í fyrstu umferð Continental Cup sem haldið er á vegum Alþjóða íshokkísambandsins, IIHF. Mótherjar SA Víkinga í kvöld eru heimamenn í Hockey Punks Vilnius. Leikurinn hefst kl. 17 að íslenskum tíma og verður honum streymt á IIHF.tv, þar sem stofna þarf aðgang og skrá sig inn til að horfa.
Þetta verður stutt og snörp ferð hjá Akureyringunum því þeir spila þrjá leiki, einn í dag, einn á morgun og einn á sunnudag. Tímasetningar sem hér eru sýndar eru að íslenskum tíma.
- Continental Cup IIHF, 1. umferð, A-riðill
Twinsbet Arena, Vilnius í Litháen, kl. 17
Hockey Punks Vilnius - SA
SA Víkingar eru í erfiðum riðli því þeir færðust upp um styrkleikaflokk eftir að lið í riðli fyrir ofan þá hætti við þátttöku. SA var þá boðið sætið sem þeir þáðu. Eins og fram hefur komið í umfjöllun um leiki liðsins hér heima hafa SA Víkingar fengið liðsstyrk innan frá því Ingvar Þór Jónsson, margreyndur Íslandsmeistari og landsliðsmaður, hefur tekið fram skautana að nýju og kom við sögu í síðustu tveimur leikjum liðsins í forkeppni Toppdeildarinnar.
Leikmannahópur SA Víkinga:
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER
Annar leikur SA Víkinga í Continental Cup í Vilnius í Litháen fer fram á morgun, laugardag, og hefst kl. 11 að íslenskum tíma. Nú er komið að því að takast á við lið frá Lettlandi.
- Continental Cup IIHF, 1. umferð, A-riðill
Twinsbet Arena, Vilnius í Litháen, kl. 11
Mogo Riga - SA
SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER
SA Víkingar leika þriðja og síðasta leik sinn í riðlinum á sunnudag og nú er komið að eistneskum andstæðingum.
- Continental Cup IIHF 2026
Twinsbet Arena, Vilnius í Litháen, kl. 11:00
SA - Narva PSK