Fara í efni
Íþróttir

Fyrsti leikur Ingva er Þór mætir toppliðinu

Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs, Ingvi Þór Guðmundsson og Hjálmar Pálsson, formaður körfuknattl…
Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs, Ingvi Þór Guðmundsson og Hjálmar Pálsson, formaður körfuknattleiksdeildar.

Körfuboltamaðurinn Ingvi Þór Guðmundsson, sem gekk til liðs við Þór á dögunum, spilar fyrsta leikinn með liðinu í kvöld þegar Þórsarar sækja topplið Keflavíkur heim í Domino's deildinni. Keflvíkingar eru með 18 og hafa aðeins tapað leikjum í vetur en Þórsarar eru í 10. til 11. sæti ásamt Hetti með sex stig. Aðeins Haukar eru neðar, með tveimur stigum minna.

Hægt er að horfa á leikinn í beinni útsendingu Keflvíkinga en ekki virðist á hreinu hvað það kostar; á miðasölusíðunni segir 2000 krónur en annars staðar 1200. Smellið hér til að kaupa miða - smellið hér til þess að komast inn á KEF TV.