Fara í efni
Íþróttir

Fyrsta mark Nökkva með St. Louis – MYNDBAND

Nökkvi Þeyr Þórisson, til hægri, fagnar fyrsta marki fyrir St. Louis CITY í gær. Með honum er Antony Markanich sem gerið fyrra mark liðsins. Mynd af Twitter reikningi félagsins.

Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði í fyrsta sinn fyrir St. Louis CITY í 2:1 sigri á FC Dallas í bandarísku MLS deildinni í nótt að íslenskum tíma. 

Nökkvi byrjaði á varamannabekknum í gær en kom inn á í hálfleik þegar staðan var enn markalaus. Einn gestanna frá Dallas var rekinn af velli í fyrri hálfleik en þeim tókst að halda markinu hreinu allt þar til undir lokin. Anthony Markanich, sem einnig gekk til liðs við St. Louis í sumar, braut ísinn með marki á 82. mín. og þremur mín. síðar skoraði Nökkvi Þeyr.

Smellið hér til að sjá myndband af markinu.

Lið St. Louis er enn á toppi Vest­ur­deild­ar­inn­ar, hefur nú 47 stig að loknum 26 leikj­um. Los Ang­eles og Seattle Sound­ers eru sjö stigum á eftir og Houston Dynamo tveimur stigum á eftir þeim. Átta leikir eru eftir áður en úrslitakeppnin hefst.