Fara í efni
Íþróttir

Fyrsta deildarmark Elfars síðan haustið 2019

Snjallir Húsvíkingar! Elfar Árni Aðalsteinsson og Pálmi Rafn Pálmason, KR-ingur, sem lék með KA frá …
Snjallir Húsvíkingar! Elfar Árni Aðalsteinsson og Pálmi Rafn Pálmason, KR-ingur, sem lék með KA frá 2003 til 2005. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Elfar Árni Aðalsteinsson gerði fjórða mark KA í Keflavík í kvöld, þeir liðið sigraði heimamenn 4:1 í Pepsi Max deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í fótbolta. Það var langþráð stund fyrir Húsvíkinginn marksækna, því hann hafði ekki skorað á Íslandsmótinu síðan 28. september 2019 þegar KA vann Fylki 4:2 á Akureyrarvelli. Lét reyndar ekki eitt mark duga þann dag heldur gerði þrjú!

Framherjinn missti af öllu Íslandsmótinu í fyrra vegna slæmra meiðsla. Markið í kvöld var það 40. sem Elfar Árni gerir í 113 leikjum í efstu deild Íslandsmótsins.