Fara í efni
Fréttir

Fundu hring úr seinni heimsstyrjöldinni

Þessi samsetta mynd sýnir hringinn eins og hann lítur út í dag (til vinstri) og hvernig hann leit út á árum seinni heimsstyrjaldarinnar þegar gyllti örninn sat sem fastast á svörtum fletinum. Mynd: Grenndargralið.

Frá því er sagt á fróðleiksvefnum Grenndargralinu að fundist hafi silfurhringur úr seinni heimsstyrjöldinni á Akureyri síðastliðinn laugardag þegar rannsakað var á vettvangi bandaríska setuliðsins. 

Hringurinn er svokallaður WWII U.S. Armi Officers Ring, eða liðsforingjahringur og er talið að hann sé ekki yngri en frá árinu 1942, að því er fram kemur á vef Grenndargralsins. Hringurinn ber merki fyrirtækisins AMICO sem á stríðsárunum framleiddi skartgripi, orður og barmmerki fyrir bandaríska herinn. Merki fyrirtækisins var breytt í upphafi stríðsins og hringurinn umræddi því enn verðmætari fyrir vikið.