Fara í efni
Fréttir

Fullyrt að Lindex starfi áfram á Íslandi

Verslunarkeðjan Lindex mun halda áfram starfsemi á Íslandi að því er heimildir mbl.is herma. Tilkynnt var í morgun að öllum 10 verslunum Lindex hérlendis yrði lokað í síðasta lagi 28. febrúar næstkomandi en ein þeirra er í verslunarmiðstöðinni Glerártogi á Akureyri.

„Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvaða aðili mun taka við starfsemi Lindex hér á landi eða hvar verslanir fyrirtækisins verða staðsettar,“ segir í frétt mbl.is. Skv. því liggur ekki fyrir hvort verslun Lindex verði áfram á Glerártorgi en mbl.is segir að tilkynnt verði um fyrirkomulag þessa á allra næstu dögum.

Frétt mbl.is

Fréttin fyrr í dag: Verslunum Lindex á Íslandi verður lokað