Fara í efni
Menning

Fullorðin í Hofi nú og í Þjóðleikhúsinu í mars

Fullorðin! Birna Pétursdóttir fer á kostum í sýningunni.
Fullorðin! Birna Pétursdóttir fer á kostum í sýningunni.

Grínsýningin Fullorðin, sem hefur slegið rækilega í gegn hjá Leikfélagi Akureyrar, fer á svið Þjóðleikhússins á næsta ári. Þetta kemur fram á heimasíðu Menningarfélags Akureyrar.

„Fullorðin er sprenghlægilegur gamanleikur um það skelfilega hlutskipti okkar allra að verða fullorðin og misheppnaðar tilraunir okkar til að sannfæra aðra um að við séum það,“ segir í frétt á vef MAk, og ekkert er þar ofsagt.

Leikarar eru Vilhjálmur B. Bragason, Birna Pétursdóttir og Árni Beinteinn, en leikstjórar Marta Nordal og Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir.

Sýningar eru hafnar að nýju í Hofi og miðasala er á mak.is. Verkið fer á svið Þjóðleikhússins í mars á næsta ári.

Næsta sýning í Hofi er annað kvöld, föstudagskvöldið 27. ágúst klukkan 21.00. Tvær sýningar til viðbótar hafa verið auglýstar, fimmutdagskvöldið 9. september og föstudagskvöldið 10. september.