Fara í efni
Menning

Frönsk kvikmyndahátíð hefst á morgun

Grand Marin – Björn Hlynur Haraldssonog Dinara Drukarova í opnunarmynd hátíðarinnar í gær.

Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hefst á morgun. Fjórar bíómyndir verða sýndar, tvær í Sambíóunum, ein á Amtsbókasafninu og sú fjórða á Listasafninu.

Enginn aðgangseyrir er á sýningar hátíðarinnar en sætafjöldi er takmarkaður í Sambíóunum og því er nauðsynlegt að fólk skrái sig fyrir miðum á sýningarnar þar.

Dagskráin er sem hér segir:

8. febrúar kl. 17.00 – Sambíóin Akureyri 

GRAND MARIN / SJÓKONAN

Skráning hér 

Aðalhlutverk: Dinara Drukarova, Sam Louwyck, Björn Hlynur Haraldsson. Leikstjóri: Dinara Drukarova.

Stikla hér – Viðburður á samfélagsmiðlum hér

Myndin er 84 mínútur. Tungumál: Franska og enska með íslenskum texta.

  • Myndin, sem framleidd er af Benedikt Erlingssyni, gerist við Íslandsstrendur. Í aukahlutverkum eru meðal annars Björn Hlynur Haraldsson og Hjörtur Jóhann Jóhannsson. Myndin fjallar um Lili (Dinara Drukarova) sem hefur yfirgefið allt sem hún þekkir til að elta draum sinn um að ferðast um heiminn og veiða í Norðursjónum. Myndin var að miklu leyti tekin upp á Íslandi.

14. febrúar kl. 16.30 – Amtsbókasafnið á Akureyri 

CALAMITY

Engin skráning, bara mæta

Aðalhlutverk: Salomé Boulven, Alexandra Lamy, Alexis Tomassian.

Leikstjórn: Rémi Chayé

Stikla hér  Viðburður á samfélagsmiðlum hér

Lengd: 85 mín. Tungumál: Franska með íslenskum texta.

„Gullfalleg og spennandi teiknimynd fyrir yngri kynslóðina um æsku og uppvöxt Calamity Jane, sem síðar varð goðsögn í villta vestrinu!,“ segir í kynningu.

„Ameríka, 1863. Lest landnema ferðast með hestvögnum vestur á bóginn með von um betra líf. Martha verður að flýja og klædd eins og strákur leitar hún að leiðum til að sanna sakleysi sitt. Um leið uppgötvar hún nýjan heim í mótun þar sem einstakur persónuleiki hennar fær að njóta sín.

Ævintýralegt ferðalag, fyrir alla fjölskylduna en kvikmyndin hefur hlotið fjölda Alþjóðlegra verðlauna.“

15. febrúar kl. 17 – Sambíóin Akureyri

CUOPEZ! / FINAL CUT!

Skráning hér

Aðalhlutverk: Romain Duris, Bérénice Bejo, Grégory Gadebois. Leikstjóri: Michel Hazanavicius.

Stikla hér – Viðburður á samfélagsmiðlum hér

Lengd: 110 mín. Tungumál: Franska og japanska með íslenskum texta.

  • „Stórkostleg gamanmynd þar sem hópur kvikmyndagerðarmanna lendir í kröppum dansi í tökum á lítilli uppvakningamynd, þar sem hlutinir flækjast þegar alvöru uppvakningar fara trufla framleiðsluna! Myndin, sem var opnunarmynd Cannes kvikmyndahátíðarinnar 2022 er endurgerð á hinni stórkostlegu One Cut of the Dead,“ segir í kynningu.

19. febrúar kl. 15 – Listasafnið á Akureyri

LES INVISIBLES / INVISIBLES (HIN ÓSÝNILEGU)

Engin skráning, bara mæta

Aðalhlutverk: Yann, Pierre, Bernard Romieu.

Leikstjóri: Sébastien Lifshitz.

Stikla hér – Viðburður á samfélagsmiðlum hér

Lengd: 115 mín. Tungumál: Franska með enskum texta.

  • Í kynningu segir: „Ellefu karlar og konur sem ólust upp í Frakklandi á millistríðsárunum og eiga ekkert sameiginlegt annað en að vera samkynhneigð, segja frá reynslu sinni af forpokuðu samfélagi sem í rauninni hafnaði tilvist þeirra. Reynsla fólksins afhjúpar þau ljón sem urðu í veginum þegar það reyndi að lifa sínu eðlilega lífi. Sébastien Lifshitz, leikstjóri myndanna PRESQUE RIEN og WILD SIDE, opnar okkur sýn á líf samkynhneigðra á árum áður. Ástúðleg og hreinskilin frásögn.“

Vínglas í boði fyrir gesti í boði sendiráðs Frakklands á Íslandi.

Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Bíó Paradís og skipulögð af sendiráði Frakklands á Íslandi, Alliance Francaise de Reykjavík, Institut Francais, Sambíóunum Akureyri og Akureyrarbæ.