Fara í efni
Íþróttir

KA-menn töpuðu fyrir Frömurum í Reykjavík

Valdimar Logi Sævarsson, til hægri, var í byrjunarliði KA í Bestu deildinni í dag í fyrsta skipti. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA tapaði 1:0 fyrir Fram í neðri hluta Bestu deildarinnar í knattspyrnu í dag í Reykjavík. Þengill Orrason gerði eina markið og svo gott sem bjargaði Fram frá falli en KA-menn eru lang efstir í þessum hluta.

KA-menn náðu sér ekki á strik í leiknum og sigur Fram var sanngjarn. „Í fyrsta skipti í þessari úrslitakeppni sá ég ekki neista í leikmönnum mínum og það vantaði alla ástríðu í þetta í kvöld hjá okkur. Þegar þannig er þá er erfitt að vinna fótboltaleiki og því fór sem fór. Við áttum fína spilkafla í þessum leik en það var ekki nóg,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA við Vísi.

„Það jákvæða er hins vegar að við erum að hreyfa liðið og það fengu ungir leikmenn spilmínútur og skiluðu sínu bara mjög vel. Það fer í bankann hjá þeim og mun koma okkar vel í framtíðinni. Þetta var ekki alslæmt en það vantaði þó töluvert upp á,“ sagði Hallgrímur á jákvæðari nótum.

„Ég sagði við strákana inni í klefa að við þyrftum að finna andann aftur og klára þetta almennilega á móti HK í lokaumferðinni. Við viljum enda mótið með stæl og nú er það undir leikmönnum komið hverjnig þeir mæta til leiks.“

Smelltu hér til að sjá umfjöllun fotbolta.net um leikinn

Smelltu hér hér til að lesa umfjöllun mbl.is

Smelltu hér til til að sjá umfjöllun Vísis