Fara í efni
Mannlíf

Fössari 2 – Kafteinn Ísland og rómantík

Fjölsmiðjufössari #2. Myndir: Rakel Hinriksdóttir

Á föstudögum í vor langar okkur á Akureyri.net að hressa okkur við fyrir helgina og birta myndaþátt af því besta sem er í boði í Fjölsmiðjunni. Eins og flestir bæjarbúar vita, kennir þar ýmissa grasa og mörg höfum við farið þangað með dótið sem við erum hætt að nota. En hvað er í boði þennan ágæta Fjölsmiðju-fössara?

Það er blússandi kvenorka í þessu afþreygingarefni, sem allt er fáanlegt í Fjölsmiðjunni í dag. Hvort sem það er káta ekkjan, Madonna, kjarnakonurnar í Aðalstræti, Bonnie Tyler eða hvað. 

Vantar eitthvað í líkamsræktarherbergið? Þessi forláta skíðavél er klár og bíður þess að skíða með þér í hörkuform!

Það er ýmislegt til í bókahillunum fyrir ástfangna parið. Hvort sem það er geggjaða hjónabandið eða ástareldurinn, þá hefur Fjölsmiðjan svarið. 

Ekki örvænta, það er líka til eitthvað fyrir einhleypa. Nóg af Barböru Cartland, stórt rauðvínsglas og rómantískir tónar á plötuspilarann. Vantar bara tissjú. 

Langar þig að læra að gera kaffihúsakaffi? Rancilio er toppmerki. Sunnudagsbollinn gæti orðið epískur.

Okkar eina sanna ofurhetja, Kafteinn Ísland. Hér lendir hann í kröppum dansi við erkióvin sinn, Illuga. 

Loksins aftur fáanlegt. Plastgeymsla fyrir tölvumúsina þína. 

Þau sem hafa hugsað sér að vera taktlaus um helgina, ættu að drífa sig í Fjölsmiðjuna til þess að koma í veg fyrir það. Príma taktmælir sem gengur fyrir batteríum. 

Þökkum Fjölsmiðjunni kærlega fyrir að opna dyrnar fyrir blaðamanni, og hvetjum fólk til þess að halda áfram að styrkja það góða starf sem þar fer fram. Í leiðinni viljum við minna á hina nytjamarkaðina í bænum, Hertex, markað Rauða krossins og Norðurhjálp. Endurnýtum og styrkjum gott málefni í leiðinni. Góða helgi!