Fara í efni
Fréttir

Flugstöðin verður boðin út á ný

Isavia hafnaði eina tilboðinu sem barst í viðbætur og breytingar flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli og verkið verður boðið út á ný.

Fyrirtækið Húsheild ehf. í Mývatnssveit bauð rúmar 910 milljónir króna í verkið, en það var mun hærra en kostnaðaráætlun Mannvits gerði ráð fyrir, að sögn Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia Innanlandsflugvalla.

„Verktakar höfðu ýmsar athugasemdir við útboðsgögnin, fannst við setja ströng skilyrði á margan hátt,“ segir Sigrún við Akureyri.net. Verið sé að yfirfara útboðsgögnin þessa dagana og stefnt að því að bjóða verkið aftur út í október. „Mér heyrist að verkefnastaðan á Norðurlandi sé góð fram eftir árinu þannig að það gæti vel hentað að fara í þetta verk í vetur,“ segir Sigrún.

Stefnt er að því að viðbygging við flugstöðina á Akureyri verði tekin í notkun sumarið 2023.