Fara í efni
Fréttir

Flughált mjög víða í íbúðagötum

Mikil hálka er víða í bænum - myndin er tekin um áttaleytið í morgun. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Mikil hálka er víða í bænum - myndin er tekin um áttaleytið í morgun. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Mjög hált er víða í íbúðagötum á Akureyri. Ástandið á fjölförnum götum er betra, en lögreglan sá ástæðu til þess að vara fólk við snemma í morgun. „Við hvetjum ykkur til að leggja af stað tímanlega í vinnu og skóla vegna hálkunnar. Farið varlega og reynum að komast árekstra- og slysalaust í gegnum daginn,“ sagði á Facebook síðu lögreglunnar í bítið. Ástæða er til að taka undir þetta og biðja fólk um að vera vel á varðbergi.