Fara í efni
Íþróttir

Fjórir ungir Þórsarar framlengja samninga

Fimm glaðir í bragði! Frá vinstri: Bjarni Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, Hermann Helg…
Fimm glaðir í bragði! Frá vinstri: Bjarni Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, Hermann Helgi, Bjarni Guðjón, Birgir Ómar og Auðunn Ingi. Ljósmynd: Páll Jóhannesson.

Fjórir ungir og efnilegir knattspyrnumenn framlengdu samninga sína við Þór fyrir helgi. Þetta eru þeir Auðunn Ingi Valtýsson, markvörður, Bjarni Guðjón Brynjólfsson, Hermann Helgi Rúnarsson og Birgir Ómar Hlynsson.

Allir eiga það sameiginlegt að vera uppaldir Þórsarar og komu mikið við sögu í meistaraflokks sumar, nema Auðunn Ingi sem meiddist rétt fyrir mót en var þó í hópnum meira og minna í allt sumar. Vert er að geta til gamans að Auðunn Ingi leikur með handboltaliði Þórs í vetur og var í eldlínunni í Höllinni í gærkvöldi.

Nánar um strákana hér á heimasíðu Þórs.