Menning
Fjör á Græna hattinum og Þorláksmessutónar
22.12.2025 kl. 17:00
Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið. Nú er jólavikan sjálf runnin upp - og kannski ekki margt á döfinni annað en nærandi jólastundir með fjölskyldu og vinum - en þó er eitt og annað í boði í kringum hátíðisdagana.
Leiksýningar
- Jóla-Lóla – Fjölskyldusýning Leikfélags Akureyrar. Sýnd í Samkomuhúsinu laugardag 27. desember kl. 13 og 15.
Tónleikar
- Jólatónleikar Hymnodiu í Akureyrarkirkju – Í kvöld, mánudagskvöldið 22.des kl. 21.00.
- Karlakór Akureyrar Geysir syngur á Glerártorgi – Þorláksmessukvöld, 23. des kl. 20:00.
- Svavar Knútur á Kaffi LYST í Pennanum – Jólatónleikar á Þorláksmessukvöldi, frítt inn. 23. des kl. 20:30.
- Killer Queen á Græna - Annan í jólum, föstudaginn 26. desember kl. 21.00.
- Bríet á Græna hattinum – Sunnudagskvöldið 28. desember kl. 21:00.
- Herra Hnetusmjör á Græna hattinum – 29. desember kl. 21:00
Viðburðir
- Rögnvaldur Gáfaði - 60 ára og enn að reyna að vera fyndinn – Allra síðasta skemmtikvöld Rögnvaldar, sem hefur selt upp á Græna hattinn fjórum sinnum á æfmælisuppistand. Laugardagskvöldið 27. des kl. 21:00.
- Jólatorgið á Þorláksmessu - Jólatorgið er opið frá klukkan 19 til 22 að kvöldi Þorláksmessu.
- Dagskrá
Kl. 19 - 22 - Jólalegur varningur og veitingar til sölu í átta skreyttum jólahúsum.
Kl. 19.20 - Bjarni og Helga flytja jólalög fyrir gesti.
Kl. 20 - Unglingakór Glerárkirkju syngur fyrir gesti Jólatorgsins.
- Dagskrá

Það verður líf í tuskunum á milli jóla og nýárs á Græna hattinum. Rögnvaldur Gáfaði, Magni og Killer Queen, Bríet og Herra Hnetusmjör sjá um að halda Norðlendingum í gírnum. Myndir: Græni hatturinn
Listasýningar
- Bráðum koma blessuð jólin - Sýning í GLUGGANUM um jólin í Hafnarstræti 88.
- Undir berum himni - Jóhannes Sveinsson Kjarval. Sýning á teikningum og skissum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals á Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 17. maí 2026.
- Viðbragð - Samsýning fimmtán íslenskra og erlendra listamanna á Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 8. febrúar 2026.
- Jólasýning Þúfu 46 - Samsýning listamanna í Þúfu 46, sem er til húsa í Gránufélagsgötu 46. Sýningin verður opin alla föstudaga til jóla kl. 16-18.
- Sólstöður - Guðrún Sigurðardóttir sýnir í Hofi. Sýningin stendur til 22. febrúar 2026.
- Himnastigi / Stairway to heaven – Barbara Long. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 18. janúar 2026.
- Öguð óreiða – Bergþór Morthens. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 18. janúar 2026.
- Femina Fabula – Sýndarveruleiki / Innsetningar. Sýningin stendur til 16. janúar 2026.
- Lífsins gangur – Óli G. Jóhannsson. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 16. janúar 2026.
- DNA afa – Sigurd Ólason. Sýningin stendur til 16. janúar 2026.
- James Merry - Nodens, Sulis & Taranis – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 8. febrúar 2026.
- Ýmir Grönvold - Milli fjalls og fjöru – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 22. febrúar 2026.
- Margskonar 2 - Valin verk fyrir sköpun og fræðslu - Listasafnið. Sýningin stendur til 8. feb 2026.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.