Fara í efni
Fréttir

Fjöldi spurninga til framboðanna

Fjöldi spurninga til framboðanna

Akureyringar eru augljóslega áhugasamir um kosningarnar til  bæjarstjórnar 14. maí.

Fjöldi spurninga til framboðanna hafa borist eftir að Akureyri.net bauð bæjarbúum upp á að taka við þeim. Spurningunum verður komið áfram og svörin birt þegar þau berast. 

Spurt hefur verið um allt milli himins og jarðar; skipulagsmál, fjármál, fegrun bæjarins og saltlausar götur, svo dæmi séu tekin.

Kjósendur eru hvattir til að nýta tækifærið og senda Akureyri.net fleiri spurningar til framboðanna eða einstaka frambjóðenda. Sendið þær á netfangið skapti@akureyri.net