Fara í efni
Mannlíf

Fífilgerði – gamla húsið frá aldamótunum 1900

„Hátt undir syðstu hlíðum Vaðlaheiðar, spölkorn frá Bíldsá, standa tveir bæir á ávalri og víðlendri brekkubrún. Á kortagrunni map.is liggur hæðarlínan, sem afmarkar 100 metra hæð yfir sjávarmáli nánast undir bæjarhúsum Króksstaða og Fífilgerðis, sem eru einmitt umræddir bæir.“

Þannig hefst nýjasti pistill Arnórs Blika Hallmundssonar í röðinni Hús dagsins. Á fyrrnefnda bænum stendur hús frá aldamótum 1900 og um það fjallar Arnór Bliki einmitt í dag.

„Fífilgerði hefur verið í byggð frá örófi alda ef svo mætti segja, en það er nefnt í Auðunarmáldaga árið 1318. Heitið Fífilsgerði hefur einnig verið notað. Jörðin er talin byggð úr landi Kaupangs, eins og margar nærliggjandi jarðir. Jörðin var um aldir eign Munkaþverárklausturs og er árið 1446 skráð sem ein jarða, sem klaustrið hefur leigutekjur af,“ segir Arnór Bliki m.a. í pistlinum.

Pistill Arnórs Blika: Fífilgerði, gamla íbúðarhúsið