Fara í efni
Mannlíf

Fallegir fornbílar við Hof – MYNDIR

Inga Vestmann mætir alla jafna við Hof á miðvikudagskvöldum og sýnir Rúdolf - Volkswagen „rúgbrauðið“ glæsilega. Hér er Inga ásamt Daníel Snæ frænda sínum í gærkvöldi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Félagar í fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar hittast öll miðvikudagskvöld í sumar, eins og á síðasta ári, aka stuttan hring um miðbæinn og leggja síðan bílunum við menningarhúsið Hof. Þar eru djásnin til sýnis fram eftir kvöldi.  Akureyri.net leit við í gær þegar hátt í 30 bílar prýddu svæðið og vöktu verðskuldaða athygli sem endranær. Sjón er sannarlega sögu ríkari.