Mannlíf
Fagrastræti 1 varð Eyrarlandsvegur 35
15.05.2024 kl. 09:00
Syðsta hús Eyrarlandsvegar er reisulegt steinhús frá 1915. Það er Eyrarlandsvegur 35 en þegar húsið var reist taldist það reyndar standa við allt aðra götu, Fagrastræti, sem liggja átti frá Lystigarðinum og til suðurs að brún Barðsgils. Ef marka má bókun bygginganefndar hefur húsinu verið ætlað að standa á horni Eyrarlandsvegar og Fagrastrætis. En hvað var þetta Fagrastræti? Um var að ræða fyrirhugaða götu, sem líklega hefur verið ætlað að liggja nokkurn vegin á sömu slóðum og gatan Barðstún var lögð löngu síðar.
Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika