Eyþór Ingi Jónsson gefur út plötuna XV
Eyþór Ingi Jónsson byrjar árið 2026 með plötuútgáfu, en 1. janúar lenti XV á streymisveitur. Í tilkynningu frá Eyþóri segir að aðalþema plötunnar sé einskonar söngur, að orgelið „syngi“. Hann spilaði verkin á orgelið í Grafarvogskirkju. Håkan Ekman var upptökstjóri og Anders Hannus sá um masteringu.
Tölur eru Eyþóri hugleiknar við gerð plötunnar, en 14 orgelverk áttu að vera á plötunni upphaflega. „14 er nafnatala J.S. Bach, en rétt fyrir upptökurnar í apríl fannst mér ég verða að bæta einu „aukalagi“ við,“ segir Eyþór. „Þarna átti pabbi minn stutt eftir og mig langaði til að hafa „aukalag“ fyrir hann. Nr. 15 af því að hann var fæddur 15. ágúst.“ Platan heitir einmitt XV, sem er rómverska talnaskýringin fyrir 15.
Viðtal við Eyþór er væntanlegt á akureyri.net.
HÉR má finna plötuna á streymisveitu, en útgáfa geisladisks XV er væntanleg.
Verkin á plötunni:
XV
- Robert Schumann (1810-1856)
Studien für den Pedalflügel - Sechs Stücke in kanonischer Form, op. 56:Nicht zu schnell - Atli Ingólfsson (1962)
Choralvorspiel - kring um stef eftir Jón Nordal - Johann Sebastian Bach (1685-1750)
Dritter Teil der Clavier Übung:
Kyrie, Gott Vater in Ewigkeit, BWV 669 - Þorvaldur Örn Davíðsson (1990)
Einstigi - Bára Grímsdóttir (1960)
Sálmurinn um Maríu Mey - Þorkell Sigurbjörnsson (1938-2013)
Prel og póst… II - Sigurður Sævarsson (1963)
O crux - Þorkell Sigurbjörnsson
Prel og póst… I - Jón Þórarinsson (1917-2012)
Jesús, mín morgunstjarna - Sigurður Sævarsson (1963)
Tears of Stone - Johannes Brahms (1833-1897)
Elf Choralvorspiele für die Orgel:
11 - O, Welt, ich muss dich lassen - Johann Sebastian Bach (1685-1750)
Fuga in h (über ein Thema von Corelli) BWV 579 - Atli Ingólfsson (1962)
Fúga um þig og mig - Robert Schumann (1810-1856)
Sechs Fugen über den Namen BACH, op 60:
I - Langsam - Sigurður Sævarsson (1963)
Hallgrímspassía:
Hvíli ég nú síðast huga minn
- Í minningu pabba, fyrir mömmu