Menning
Eyrarrokk, Skálmöld, Stjórnin og Októberfest
29.09.2025 kl. 09:45

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið.
Listasýningar
- Brjóta. Breyta. Sýning Jónínu Bjargar Helgadóttur í Mjólkurbúðinni. Opið laugardaga og sunnudag kl. 14-17 til 5. október.
- Himnastigi / Stairway to heaven – Barbara Long. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 18.01.'26.
- Barbara Long verður með vinnustofu mánudaginn 29. sept kl. 16-18 í Listasafninu. Skráningar er þörf.
- Öguð óreiða – Bergþór Morthens. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 18.01.'26.
- Femina Fabula – Sýndarveruleiki / Innsetningar. Sýningin stendur til 16.11.'26.
- Lífsins gangur – Óli G. Jóhannsson. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 16.11.'26.
- DNA afa – Sigurd Ólason. Sýningin stendur til 16.11.'26.
- James Merry - Nodens, Sulis & Taranis – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 8. febrúar 2026.
- Ýmir Grönvold - Milli fjalls og fjöru – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 22. febrúar 2026.
- Margskonar 2 - Valin verk fyrir sköpun og fræðslu - Listasafnið. Sýningin stendur til 8. feb 2026.
- KIMAREK, sýning Margrétar Jónsdóttur á Listasafninu á Akureyri – Sýningin stendur til 28.september.
- Myndlistasýning Ólafs Sveinssonar á Amtsbókasafninu.
- Safnasafnið – Fjöldi sýninga.
Tónleikar
- VOCES8 í Akureyrarkirkju ásamt Pétri Sakari og Kammerkór Norðurlands – 20 ára afmæli VOCES8. Mánudaginn 29. sept kl. 20.00.
- Sing-a-long partí með Guðrúnu Árný – Græna hattinum, fimmtudagskvöldið 2. október kl. 21:00.
- Stórtónleikar Stjórnarinnar / Eitt lag enn í 35 ár – Sérstakur gestur verður Páll Rósinkranz. Hamraborg í Hofi, laugardagskvöldið 4. október kl. 21:00.
- Skálmöld á Græna hattinum – Föstdagskvöldið 3. okt og laugardagskvöldið 4. okt kl. 21.00.
- Eyrarrokk - tónlistarhátíð – Haldin á Verkstæðinu á Akureyri, helgina 3.-4 okt. Fram koma: Toy Machine, Jeff Who, Skriðjöklar, Biggi Maus og Memm, Bleiku Bastarnir, Lost, Brain Police, 200.000 Naglbítar, Sú Ellen, Texas Jesús, Svörtu Kaggarnir og Skandall. Uppselt.
- Tólf tóna korterið - Diana Sus – Stuttir tónleikar á Listasafninu á Akureyri. Laugardaginn 4. okt kl. 15:00.
Allskonar tónleikar verða í boði, hér er brot af því sem verður á dagskrá.
Viðburðir
- Ritlistakvöld með Rán Flygenring á LYST. Viðburðurinn er fyrir 16-25 ára, hluti af verkefninu Ungskáld. Skráning er nauðsynleg.
- Rán Flygenring les upp úr BLÖKU - Rán les upp úr nýrri bók sinni á Amtsbókasafninu, fimmtudaginn 2. október kl. 16.30.
- Bjór bingó með Dóra Ká á Vamos – Föstudagskvöldið 3. október kl. 21:00.
- Októberfest í bruggsmiðju Kalda – Tríó Akureyrar spilar, það er frítt inn. Laugardaginn 4. október frá 16 - 18.30.
- Ísbjarnarprinsinn á Amtbóksafninu – Ung RIFF er barnakvikmyndahátíð, haldin 24.sept til 5. okt í Reykjavík og víðsvegar á landinu. Myndin sem verður sýnd á Amtinu er norsk, en talsett á íslensku. Sýnd laugardaginn 4. okt kl 14:00 - 15:30.
Tónlistarhátíðin Eyrarrokk verður haldin í 5. sinn. Það var fljótlega uppselt á hátíðina, sem er haldin á Verksmiðjunni á Akureyri.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.