Fara í efni
Fréttir

Evrópusamstarf fyrir skóla á landsbyggðinni

Tengslaráðstefna um ávinning og áskoranir Evrópusamstarfs fyrir skóla á landsbyggðinni verður haldin í Hofi á Akureyri 1.-3. nóvember. Umsóknarfrestur er til og með 25. október.

Ráðstefnan fer fram á ensku og kallast Rural Inclusion in Erasmus+ 

Hún er ætluð skólum og stofnunum sem starfa á leik-, grunn- eða framhaldsskólastigi á landsbyggðinni, hvort heldur er í þéttbýli eða dreifbýli.

„Þátttakendur með litla eða enga reynslu af Erasmus+ verkefnum eru sérstaklega boðnir velkomnir (lítil reynsla er t.d. að hafa tekið þátt í einu eða tveimur Erasmus+ verkefnum),“ segir í tilkynningu um ráðstefnuna. „Þar sem tengslaráðstefnan er haldin á Akureyri verður nokkur áhersla lögð á að fá þátttakendur frá Norðurlandi.“

Reiknað er með um 40 erlendum kennurum á ráðstefnuna og einnig mörgum íslenskum.

  • Landsskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og hugsanlegar gistinætur á meðan ráðstefnunni stendur, að því er segir í tilkynningu.
  • Landskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast allar innanlandsflugferðir og ökuferðir sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað.

Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar.