Fara í efni
Mannlíf

Enn er runnin upp gósentíð „sérfræðinga“

„Sérfræðingarnir skjóta upp kollinum þegar mikilvæg mál komast í umfjöllun og umræðu,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, í pistli dagsins á Akureyri.net. Hann nefnir mörg dæmi, og nú er einmitt runninn upp gósentími fyrir sérfræðingana: heimsmeistarakeppnin í handbolta. Hver kannast ekki við eitthvað í þessa veru: Vörnin er alltof afturliggjandi eða Þeir eru alltof framarlega í vörninni? Heimilislegt og þjóðlegt eins og Þorrinn, segir Grétar. Fyrsti leikur Íslands á HM er í dag. 

Pistill Grétars Þórs