Fara í efni
Fréttir

Enginn í sóttkví eða einangrun á svæðinu

Nýjustu tölur á síðunni covid.is
Nýjustu tölur á síðunni covid.is

Enginn er nú í sóttkví eða einangrun vegna Covid-19 á Norðurlandi eystra, í fyrsta skipti í töluverðan tíma. 

Fimm kór­ónu­veiru­smit greind­ust inn­an­lands í gær, þrír voru í sótt­kví við grein­ingu en tveir ekki. Nú liggja 33 á sjúkra­húsi hérlendis vegna Covid-19 og eru þrír á gjör­gæslu. Í sóttkví eru 292 og 178 í ein­angr­un, tíu færri en í gær.

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir er ánægður með tölur dagsins en segir við mbl.is að fólk megi ekki missa damp­inn, enn sé smit í sam­fé­lag­inu.

Rögnvaldur Ólafsson, starfand deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóri, hvetur fólk til að hugsa sig um hvar það vill vera um jólin ef því hefur verið boðið í gleðskap í kvöld. „Það er ennþá veira í samfélaginu og hún á mjög auðvelt með að fara af stað í slíku umhverfi,“ segir Rögnvaldur í samtali við Vísi. Veikist einhver á næstu dögum verður viðkomandi trúlega í einangrun um jólin. „Ég held að það sé virkilega gott fyrir fólk að hugsa sig um hvar það vill vera um jólin. Hvort það sé þess virði að taka sénsinn og fara út,“ segir Rögnvaldur við Vísi, og beinir þar orðum sínum til fólks sem hefur jafnvel fengið boð um að mæta í gleðskap í kvöld.