Menning
Elskan frumsýnd, dekur, gjörningar og bjór
06.10.2025 kl. 12:00

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið.
Leiksýningar
- Elskan, er ég heima? - Fyrsta verk leikársins hjá LA verður frumsýnt í Samkomuhúsinu 11. október kl. 20.00. Sýnt til 8. nóvember.
- Sagan af dátanum - Sinfóníuhjómsveit Norðurlands í samstarfi við Leiklistarskóla LA bjóða upp á fjölskylduævintýrið Sagan af dátanum eftir Igor Stravinsky og rithöfundinn Charles Ferdinand Ramuz. Margrét Sverrisdóttir er sögumaður. Hamrar í Hofi, sunnudaginn 12. okt kl. 16:00.
Listasýningar
- A! Gjörningahátíð - Fjögurra daga árleg hátíð með fjölbreyttri dagskrá. Frítt inn á alla viðburði. 9.-12. okt.
- Þriðjudagsfyrirlestur - Guðmundur Ármann fjallar um Óla G. - Listasafnið, þriðjudaginn 7. okt kl. 16.15-17.
- Dekurleiðsögn á laugardaginn - Í tilefni Dekurdaga leiðir safnstjórinn Sigríður Örvarsdóttir gesti um nýjar sýningar á Listasafninu.
- Himnastigi / Stairway to heaven – Barbara Long. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 18.01.'26.
- Öguð óreiða – Bergþór Morthens. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 18.01.'26.
- Femina Fabula – Sýndarveruleiki / Innsetningar. Sýningin stendur til 16.01.'26.
- Lífsins gangur – Óli G. Jóhannsson. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 16.01.'26.
- DNA afa – Sigurd Ólason. Sýningin stendur til 16.01.'26.
- James Merry - Nodens, Sulis & Taranis – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 8. febrúar 2026.
- Ýmir Grönvold - Milli fjalls og fjöru – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 22. febrúar 2026.
- Margskonar 2 - Valin verk fyrir sköpun og fræðslu - Listasafnið. Sýningin stendur til 8. feb 2026.
Tónleikar
- 44 ár á fjölunum. Jóhann Sigurðarson fer yfir ferilinn í söngvum og sögum með fríðum flokki tónlistarfólks. Hamraborg í Hofi, laugardaginn 11. október kl. 20.00.
- Skítamórall á Græna hattinum - Föstudags, og laugardagskvöld, 10. okt og 11. okt.
Leikfélagið frumsýnir fyrsta verk leikársins - Elskan, er ég heima? Sýningar verða í Samkomuhúsinu, 10 talsins, til 8. nóvember.
Viðburðir
- Dekurdagar 2025 - Árlegir Dekurdagar verða 9.-12. október, til styrktar Krabbameinsfélaginu.
- Dagskrá:
Miðvikudagurinn 8.10 - Bleikt teboð á Amtsbókasafninu kl. 17
Fimmtudagurinn 9.10 - Kvöldopnun á Glerártorgi til kl. 22.
Fimmtudagurinn 9.10 - Tinna Óðins syngur í Skógarböðunum kl 20.30
Föstudagurinn 10.10 - Kvöldopnun í miðbænum og í kring til kl. 22.
Laugardagurinn 11.11 - Fjölskyldusamvera á Amtsbókasafninu kl. 13
- Dagskrá:
- Aktóberfest - Októberfest Akureyrar. Haldið í partítjaldi í portinu við Víking brugg á laugardaginn 11. október og hefst kl. 17.00. Miðar á tix.is.
- Októberfest á Hauganesi - Segull bruggverksmiðja og Baccalá bar standa fyrir viðburðinum. Laugardaginn 11. október kl. 12-22.
- Klippimyndir og textar - smiðja með Hlyni Hallssyni í Sigurhæðum. Fimmtudaginn 9. október kl. 17-19. Skráning nauðsynleg á flora.akureyri@gmail.com
- Allt til enda / Gjörningalist - Önnur vinnustofa verkefnisins Allt til enda í Listasafninu, fyrir 7.-10. bekk. Ekkert þáttökugjald, en skráning nauðsynleg. 11.-12. okt, kl. 11-14 báða dagana.
- Populuskvöld í Deiglunni - Skemmtikvöld á laugardagskvöldið kemur, 11. október kl. 21.
- Salsakvöld á Vamos - Salsa North bjóða til danskvölds frá kl. 21-23. Ókeypis salsakennsla verður á Glerártorgi að þessu sinni vegna Dekurdaga, á milli 20 - 20.30.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.