Fara í efni
Menning

Elskan frumsýnd, dekur, gjörningar og bjór

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið.

Leiksýningar

  • Elskan, er ég heima? - Fyrsta verk leikársins hjá LA verður frumsýnt í Samkomuhúsinu 11. október kl. 20.00. Sýnt til 8. nóvember.
  • Sagan af dátanum - Sinfóníuhjómsveit Norðurlands í samstarfi við Leiklistarskóla LA bjóða upp á fjölskylduævintýrið Sagan af dátanum eftir Igor Stravinsky og rithöfundinn Charles Ferdinand Ramuz. Margrét Sverrisdóttir er sögumaður. Hamrar í Hofi, sunnudaginn 12. okt kl. 16:00.

Listasýningar

Tónleikar

 

No photo description available.

Leikfélagið frumsýnir fyrsta verk leikársins - Elskan, er ég heima? Sýningar verða í Samkomuhúsinu, 10 talsins, til 8. nóvember. 

Viðburðir

  • Dekurdagar 2025 - Árlegir Dekurdagar verða 9.-12. október, til styrktar Krabbameinsfélaginu.
    • Dagskrá:
      Miðvikudagurinn 8.10 - Bleikt teboð á Amtsbókasafninu kl. 17
      Fimmtudagurinn 9.10 - Kvöldopnun á Glerártorgi til kl. 22.
      Fimmtudagurinn 9.10 - Tinna Óðins syngur í Skógarböðunum kl 20.30
      Föstudagurinn 10.10 - Kvöldopnun í miðbænum og í kring til kl. 22.
      Laugardagurinn 11.11 - Fjölskyldusamvera á Amtsbókasafninu kl. 13
  • Aktóberfest - Októberfest Akureyrar. Haldið í partítjaldi í portinu við Víking brugg á laugardaginn 11. október og hefst kl. 17.00. Miðar á tix.is. 
  • Októberfest á Hauganesi - Segull bruggverksmiðja og Baccalá bar standa fyrir viðburðinum. Laugardaginn 11. október kl. 12-22. 
  • Klippimyndir og textar - smiðja með Hlyni Hallssyni í Sigurhæðum. Fimmtudaginn 9. október kl. 17-19. Skráning nauðsynleg á flora.akureyri@gmail.com 
  • Allt til enda / Gjörningalist - Önnur vinnustofa verkefnisins Allt til enda í Listasafninu, fyrir 7.-10. bekk. Ekkert þáttökugjald, en skráning nauðsynleg. 11.-12. okt, kl. 11-14 báða dagana.
  • Populuskvöld í Deiglunni - Skemmtikvöld á laugardagskvöldið kemur, 11. október kl. 21.
  • Salsakvöld á Vamos - Salsa North bjóða til danskvölds frá kl. 21-23. Ókeypis salsakennsla verður á Glerártorgi að þessu sinni vegna Dekurdaga, á milli 20 - 20.30.

 


Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.