Fara í efni
Mannlíf

Elri mætti rækta mun meira en nú er gert

Fyrir fáeinum vikum birti Sigurður Arnarson pistil um hina ágætu elriættkvísl, í vikulegum pistli í röðinni Tré vikunnar á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga. Í dag heldur hann áfram þar sem frá var horfið. „Tegundir af þeirri ættkvísl eru gagnlegar í skógrækt, garðyrkju, landgræðslu og sem götutré. Nú höldum við áfram að segja frá þessari ættkvísl sem rækta mætti mun meira en nú er gert. Í þessum pistli fjöllum við um ættina og ættkvíslina sem elrið tilheyrir og segjum aðeins frá náttúrusögu ættkvíslarinnar. Við segjum einnig frá erfðaflæði innan ættkvíslarinnar og frá ýmsu smálegu,“ skrifar Sigurður.

Meira hér: Saga elris