Fara í efni
Íþróttir

Elma og Jón Gunnar unnu 100 km – MYNDIR

Andrea Kolbeinsdóttir, sem sigraði í 28 km hlaupinu, nálgast endamarkið. Hulda Elma Eysteinsdóttir, sem sigraði í 100 km hlaupinu, og Sonja Björg dóttir hennar hvetja Andreu til dáða. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Jón Gunnar Gunnarsson og Hulda Elma Eysteinsdóttir sigruðu í Gyðjunni – 100 km hlaupi í Súlur Vertical fjallahlaupinu á laugardaginn. Í fyrsta sinn var boðið upp á þessa vegalengd og luku 13 karlar þeirra vegalengd og þrjár konur. Þeir keppendur voru ræstir við Goðafoss á föstudagskvöld en aðrir hlupu af stað að morgni laugardags í Kjarnaskógi.

Þátttakendur voru hátt í 500; langflestir hlupu 18 kílómetra, á þriðja hundrað manns, rúmlega 100 fóru 28 km, 51 hljóp 43 km og 16 lögðu 100 kílómetra að baki sem fyrr segir. 

Tímar efstu keppenda í hverjum flokki voru sem hér segir:

Gyðjan – 100 km

Karlar:

  • Jón Gunnar Gunnarsson 13 klst 26 mín og 50 sek
  • Jósep Magnússon 14:06:40
  • Jens Kristinn Gíslason 14:14:48

Konur:

  • Hulda Elma Eysteinsdóttir 16:11:23
  • Rakel Hjaltadóttir 17:19:26
  • Sigrún B. Magnúsdóttir 19:47:39
Tröllið – 43 km
 
Karlar:
 
  • Þorsteinn Roy 4:03:02
  • Halldór Hermann Jónsson 4:12:56
  • Baldvin Ólafsson 4:25:12
Konur:
 
  • Thelma Björk Einarsdóttir 5:03:21
  • Rannveig Oddsdóttir 5:09:05
  • Hildur Aðalsteinsdóttir 5:21:29

Súlur – 29 km

Karlar:
 
  • Snorri Björnsson 2:25:59
  • Baldvin Þór Magnússon 2:32:51
  • Jörundur Frímann Jónasson 2:34:30
Konur:
 
  • Andrea Kolbeinsdóttir 2:41:05
  • Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir 3:02:42
  • Bergey Stefánsdóttir 3:17:34

Fálkinn – 19 km

Karlar:

  • Sigurjón Ernir Sturluson 1:17:40
  • Þórólfur Ingi Þórsson 1:19:44
  • Logi Ingimarsson 1:20:42
Konur:
 
  • Íris Anna Skúladóttir 1:23:58
  • Halldóra Huld Ingvarsdóttir 1:26:34
  • Anna Berglind Pálmadóttir 1:27:22

Smellið hér til að sjá myndasyrpu frá krakkahlaupi Súlur Vertical