Fara í efni
Fréttir

Eldur kviknaði í gámi - MYNDBAND

Slökkviliðsmaður að störfum í Réttarvammi í dag. Ljósmyndir: Reynir B. Eiríksson
Slökkviliðsmaður að störfum í Réttarvammi í dag. Ljósmyndir: Reynir B. Eiríksson

Eldur kviknaði síðdegis í pressugámi sem ætlaður er fyrir almennt rusl á gámasvæðinu við Réttarhvamm. Fjöldi fólks var á svæðinu að losa sig við alls kyns dót, en enginn hætta var á ferðum. Slökkviliðið og lögregla kom á vettvang og slökkti í draslinu, eftir að því hafði verið sturtað úr gámnum.