Fara í efni
Fréttir

Eldsvoði í Grand þvotti - „tjónið minniháttar“

Reykkafarar að störfum í Grand þvotti í morgun. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Eldur kviknaði um áttaleytið í þvottahúsinu Grand þvotti við Freyjunes. „Mér sýnist hafa kviknað út frá rafmagnstöflu og eldurinn var í litlu eldvarnarhólfi þannig að tjónið er minniháttar. En mikill reykur fór um allt hús svo hér verður eitthvert vinnslustopp. Það er ekki búið að meta tjónið en ég verð að segja að mér líður betur núna en fyrst þegar eldurinn kom upp. Við vorum komin til vinnu en engin slys urðu á fólki,“ sagði Preben Pétursson, eigandi fyrirtækisins, við Akureyri.net.