Fara í efni
Fréttir

Eldri borgarar vilja embætti umboðsmanns

Formaður og varaformaður Landssambands eldri borgara segja ofbeldi gegn eldri borgurum vera vandamál hér á landi; líkamlegt, andlegt og fjárhagslegt. Grípa verði til aðgerða þegar í stað.

„Um er að ræða dulið vandamál sem þolendur veigra sér við að tilkynna enda eru gerendur ýmist nánir ættingjar, vinir eða trúnaðarmenn,“ segja Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson í grein sem akureyri.net birtir í dag.

Þeir nefna þann möguleika að í sveitarfélögunum verði sett upp kerfi „ekki ósvipað og það kerfi sem er í barnaverndarmálum.“ Ef upp komi grunur um ofbeldi verði hægt að kalla til starfsmann sveitarfélagsins sem sinni málum eldri borgara og hann haldi síðan áfram með málið.

„Einnig er nauðsynlegt að stofnað verði embætti umboðsmanns eldri borgara ekki seinna en strax, sem mun verja hagsmuni eldra fólks, sinna réttargæslu og vinna gegn aldursfordómum.“