Fara í efni
Fréttir

Ekki meira um frjókorn í júní síðan 2005

Túnfífill - mynd af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ljósmynd: Erling Ólafsson.
Túnfífill - mynd af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ljósmynd: Erling Ólafsson.

Frjómælingar í júní sýndu að þrátt fyrir heldur kaldan mánuð var magn frjókorna í lofti á Akureyri það mesta sem mælst hefur í júnímánuði síðan árið 2005. Til samanburðar má geta að í Garðabæ hafa sjaldan mælst jafn fá frjókorn í júnímánuði. Þetta kemur fram á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands í dag. Taflan hér að neðan er frá stofnuninni.

Heildarfjöldi frjókorna í júní á Akureyri var 1.322 frjó/m3 (meðaltalið er 695 frjó/m3). Frjókorn voru samfellt í lofti allan mánuðinn og greindust 19 frjógerðir. Mest var af birkifrjóum (813 frjó/m3), furufrjóum (180 frjó/m3), grasfrjóum (152 frjó/m3) og víðifrjóum (52 frjó/m3).

Nánar hér um mælingarnar í júní.

Nánar hér um frjómælingar almennt.